Handverk og hönnun verður í Ráðhúsinu dagana 3 - 7 maí næstkomandi. Haldin verður stór sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun. Sýningin verður með sama sniði og þær sýningar sem haldnar hafa verið í Ráðhúsinu undanfarin sex ár en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er haldin að vori til.