• Handverk og Hönnun / maí 2012
  Handverk og hönnun verður í Ráðhúsinu dagana 3 - 7 maí næstkomandi.  Haldin verður stór sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun.  Sýningin verður með sama sniði og þær sýningar sem haldnar hafa verið í Ráðhúsinu undanfarin sex ár en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er haldin að vori til.
 • Vefverslun opnar á aska.is
  Aska opnar vefverslun á netinu þar sem hægt er að nálgast flestar vörur Ösku. Endilega skoðið tengilinn vörur og verslun hér á heimasíðunni.
 • Connections / mars 2012
  Aska kynnir Connections á Hönnunarmars á tveimur stöðum; Gló í Listhúsinu í Laugardal og í Listasafni Íslands safnbúð. Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum og mikil ánægja með nýju vörulínu Ösku. 
 • Handverk og Hönnun / nóvember 2011
  ASKA tók þátt í Handverk og Hönnun sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum.  Viðtökur á sýningunni voru mjög góðar og þakkar ASKA fyrir þær.  Vörurnar seldust upp og hefur framleiðsla eftir það gengið vel.